Metabolic Level 1: Þú getur byrjað í þessum tímum eftir langa kyrrsetu. Áherslan er að hjálpa þér að komast í gott alhliða form. Hver og einn ræður sinni ákefð. Ekki of erfitt og ekki of létt. Þú stýrir því sjálfur.

Metabolic Level 2: Unnið með meiri þyngdir og meiri ákefð. Þú getur byrjað strax hér ef þú ert í góðu þjálfunarformi og með enga stoðkerfisverki.

Metabolic eru markvissir, skemmtilegir og árangursríkir hópaþrektímar fyrir alla sem vilja komast í frábært alhliða form í góðum félagsskap. Unnið er með teygjur, kraftbolta, ketilbjöllur, kaðla, eigin líkamsþyngd og fleira spennandi og skemmtilegt. Þátttakendur stjórna álaginu sjálfir.

Við leggjum mikið uppúr öruggri og markvissri þjálfun en viljum líka hafa gaman ;)

Þú getur bætt þér í hóp ánægðra Metabolicara hvenær sem þér hentar.

files/skrar/saman.jpg

Markmið Metabolic er að auka lífsgæði og gera hreyfingu að tilhlökkunarefni.

Eitt af gildum okkar Metabolicþjálfara er að þátttakendur okkar fái góða upplifun af tímunum og hlakki til að mæta í næsta tíma. Við byrjum alla tíma á dýnamískri upphitun til að lágmarka meiðslahættu og hámarka afköst í tímanum. Tímarnir eru mjög fjölbreyttir en í grunninn er unnið í stöðvaþjálfun þar sem áherslan er ávallt á að hraða efnaskiptunum (Metabolic) sem skilar virkri fitubrennslu bæði á meðan á tímanum stendur og í marga klukkutíma eftir að tíminn er búinn. Stórir vöðvar brenna meiri fitu í hvíld en litlir og því vinnum við mikið í styrktaræfingum sem skilar ekki einungis mikilli fitubrennslu heldur einnig stærri vöðvum.

Þátttakendur í Metabolic stjórna álaginu sjálfir sem þýðir að þú getur komið inn bæði sem byrjandi og í toppformi. Við hjálpum þér að finna rétt erfiðleikastig svo þú náir þínum markmiðum á markvissan hátt.

Frír aðgangur fyrir handhafa tímakorts í Þreksport.

- Opinn aðgangur að 3-5 Metabolic tímum í hverri viku.

- Nýliðatími þar sem þér eru kenndar grunn æfingarnar í Metabolic.

- Fitu- og ummálsmæling í upphafi og mánaðarlega.

- Greining á stöðuleika og hreyfanleika og leiðréttingaræfngakerfi fyrir þá sem þurfa.

- Frjáls mæting á alla aðra Metabolic staði á landinu.

- Viðmiðunarmatseðlar

3-5 tímar í boði í viku

Metabolic á Sauðárkróki er kennt í líkamsræktarstöðinni Þreksport Aðalgötu 20b.

Tímatafla

Mánudagar kl. 12:10-12:50
Miðvikudagar kl. 06:10
Fimmtudagar kl. 06:10

3ja hvern laugardag kl.09:10-10:00 og 10:10-11:00

Þjálfarar eru Guðrún Helga Tryggvadóttir ÍAK einkaþjálfari og Friðrik Hreinn Hreinsson B.Sc Íþróttafræðingur.

Vertu með

Skráning í Metabolic:

Þreksport S:4536363

Kíktu á okkur á www.facebook.com/MetabolicSaudarkroki

Nánari upplýsingar: Guðrún Helga í síma 848-7915 og Friðrik í síma 8681777.