Hjá okkur er fullbúinn tækjasalur með öllum helstu tækjum og búnaði til líkamsþjálfunar s.s lausar stangir og handlóð, föst tæki, ketilbjöllur, boltar, pallar, dýnur, sippubönd, upphýfingarstöng, TRX bönd o.fl. Í Þreksport eru 3 hlaupabretti 6 skíðavélar, 2 stigvélar og 2 róðravélar. Einnig eru 13 spinninghjól sem hægt er að nota til upphitunar og þolþjálfunar þegar ekki eru spinning tímar í gangi. Í vesturenda hússins inn af tækjasal er hóptímasalur þar sem fara fram opnir tímar og lokuð námskeið. Hóptímasalurinn er opinn öllum viðskiptavinum til æfinga þegar hóptímar eru ekki í gangi. Í stöðinni eru búningsherbergi með skápum, sturtu og vatnsgufubaði. 
Í Þreksport er sólbaðsstofa með 2 ljósabekkjum.
Einnig er starfrækt í húsnæðinu hársnyrtistofan Capello, sjúkraþjálfun Sigurveigar og fótaaðgerða- og snyrtistofan Fótspor Lovísu