Við bjóðum upp á fjölbreytta hóptíma og lokuð námskeið þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem þú ert byrjandi í líkamsrækt eða lengra kominn einstaklingur í góðu líkamlegu formi. Þau námskeið og tímar sem eru í boði er hægt að sjá í tímatöflunni.  Lokuð námskeið eru auglýst með góðum fyrirvara. Þreksport áskilur sér rétt á að fella niður opna tíma í tímatöflu ef næg þátttaka næst ekki í tímann eða vegna forfalla þjálfara.