Sigurveig Dögg Þormóðsdóttir útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands árið 1998. Hóf störf sem sjúkraþjálfari á Sauðárkróki sama ár í líkamsræktarstöðinni Hreyfingu sem var þá í sama húsi og Þreksport er nú. Stofnaði Sjúkraþjálfun Sigurveigar ehf. árið 2000, þá í húsnæði Sjálfsbjargar að Sæmundargötu 13 á Sauðárkróki. Í byrjun árs 2005 flutti Sjúkraþjálfun Sigurveigar ehf. í húsnæði líkamsræktarstöðvarinnar Þreksports.

Opnunartími: Alla virka daga frá 08:00 til u.þ.b 16:00.

Starfsemi

Starfsemin felst aðallega í einstaklingsmeðferðum en reynt er að smala saman í hópþjálfun yfir vetrartímann. Til að komast að í sjúkraþjálfun þarf beiðni (tilvísun) frá lækni en sökum anna er biðtími til að komast að oftast um 3-6 mánuðir. Beiðni frá lækni tryggir að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í kostnaði við sjúkraþjálfun í 20 skipti á hverju þjálfunartímabili, en upplýsingar um verð o.fl. má sjá á www.sjukra.is. Farið þar inn á fjárhæðir og gjaldskrár og þar neðst er þjálfun.

Forfallagjald

Viðskiptavinir eru beðnir um að láta vita með góðum fyrirvara, helst sólarhring áður, ef þeir geta ekki nýtt sinn tíma í sjúkraþjálfun. Ef ekki er látið vita fyrir tímann skal greiða forfallagjald kr. 2000.-