Þreksport býður upp á faglega þjálfun og ráðleggingar um allt er viðkemur líkams- og heilsuþjálfun.

Í Þreksport starfa faglærðir íþrótta- og einkaþjálfarar með víðtæka reynslu og þekkingu á þjálfun. Þeir hjálpa viðskiptavinum að ná sínum markmiðum, allt frá byrjendum sem eru að stíga sín fyrstu skref í heilsurækt til þeirra sem eru lengra komnir og eru í góðu líkamlegu formi. Við bjóðum upp á einkaþjálfun og fjarþjálfun, bæði fyrir einstaklinga og hópa (allt að 4 saman í hóp)

Fyrir hverja:

Fyrir þá sem eru að byrja í líkamsrækt er gott að leita sér aðstoðar fagaðila til að koma sér af stað, til að tryggja að æfingarnar séu framkvæmdar á réttan hátt og til að þjálfunin skili tilætluðum árangri.

Fyrir þá sem hafa reynslu af líkamsrækt og eru lengra komnir er gott að leita sér aðstoðar fagaðila hvort sem þú ert staðnaður í þínu æfingamynstri eða þarft á tilbreytingu eða nýjum áskorunum að halda. Til að viðhalda áhuga og taka framförum getur verið nauðsynlegt að breyta til og kynnast nýjum æfingum og þjálfunaraðferðum.  

 

Við bjóðum einnig  upp á úrval hóptíma fyrir viðskiptavini okkar þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.