Fjarþjálfun

Innifalið í fjarþjálfun er líkamsstöðu-og hreyfigreining (veikleikagreining). Mælingar fyrir og eftir tímabilið (fitu% klípumæling, ummálsmæling og vigtun) markmiðasetning, ráðleggingar um mataræði og yfirferð á matardagbók og sérsniðið æfingaprógram eftir markmiðum, þörfum og getu hvers einstaklings. Eitt tímabil er 1 mánuður.

Þjálfari hittir skjólstæðing og framkvæmir á honum líkamsstöðu- og hreyfigreiningu til að greina veikleika í hreyfimynstri og líkamsstöðu einstaklingsins. Þá eru framkvæmdar mælingar og farið yfir markmið. Út frá því er smíðað sérsniðið æfingakerfi eftir markmiðum, getu og heilsu einstaklingsins. Þjálfari fer yfir æfingakerfið með skjólstæðingi og kennir honum. Í lok tímabilsins eru síðan aftur framkvæmdar mælingar og farið yfir árangur og markmið. Viðskiptavinur er undir eftirliti þjálfara á meðan þjálfunarferlinu stendur og hefur aðgang að þjálfara í gegnum tölvupóst og síma.


 

Friðrik Hreinn Hreinsson fridrik@threksport.is
Íþróttafræðingur B.Sc. Sími: 868 1777
   
Guðrún Helga Tryggvadóttir gudrunh@threksport.is
ÍAK Einkaþjálfari Sími: 848 7915