Viðskiptavinir geta valið um tvennskonar kort: Annars vegar kort sem gildir í tækjasal og í alla opna tíma, og hinsvegar kort sem gildir eingöngu í tækjasal. (Sjá verðskrá)

Innifalið í árskorti:

  • Fitumæling og vigtun
  • Kennsla í tækjasal
  • 10% afsláttur af fatnaði, ljósakortum og fæðubótarefnum
  • Aðgangur að öllum opnum tímum
  • 20% afsláttur í lokuð námskeið (10% afsl fyrir þá sem eru með árskort í tækjasal)
  • Vatnsgufubað

Panta þarf tíma í mælingu og/eða kennslu í tækjasal í afgreiðslu. Eða hjá þjálfara. Friðrik, fridrik@threksport.is eða Guðrún Helga, gudrunh@threksport.is

Aldurstakmark í stöðina er 16 ár. 14-15 ára fá aðgang ef undir handleiðslu þjálfara eða í fylgd með foreldri/forráðamanni.

Við seljum handklæði merkt Þreksport í afgreiðslu. Við erum einnig með mikið úrval af fæðubótarefnum s.s næringar- og próteindrykkjum. Hjá okkur er líka hægt að fá tilbúna drykki sem við blöndum á staðnum.

Þreksport býður upp á faglega þjálfun á öllum sviðum líkamsræktar og hreyfingar. Hjá Þreksport starfa faglærðir einkaþjálfarar með reynslu og þekkingu á þjálfun einstaklinga og hópa, hvort sem um er að ræða byrjendur, lengra komna eða keppnisfólk í afreksíþróttum.  Einkaþjálfarar Þreksports bjóða viðskiptavinum upp á þjónustu varðandi allt er viðkemur þjálfun, heilsu og líkamsrækt og leggja metnað í að aðstoða viðskiptavini við að ná sínum markmiðum.

Hafið samband og/eða fáið frekari upplýsingar hjá:

Guðrún Helga Tryggvadóttir. ÍAK einkaþjálfari gudrunh@threksport.is Sími: 8487915

Friðrik Hreinn Hreinsson. B.Sc Íþróttafræðingur fridrik@threksport.is Sími: 8681777