ÞREKSPORT

Við erum með iðkendasíðu þar sem iðkendur skrá sig í tímana okkar. Hún heitir Þreksport-Hóptíma Iðkendagrúbba. Endilega óskið eftir aðgang að henni ef þið viljið skrá ykkur í tíma.

+354 453 6363

threksport@threksport.is

Fullt af fjölbreyttum tîmum hjá okkur í Þreksport

Allir okkar tímar henta byrjendum sem lengra komnum. Hér fyrir neðan er lýsing á þeim. Allir velkomnir að prófa tíma hjá okkur.

Laugardagstímanir eru fjölbreyttir og flestir þjalfarar koma inn á laugardögum.

Við erum með iðkendasíðu þar sem iðkendur skrá sig í tímana okkar. Hún heitir Þreksport-Hóptíma Iðkendagrúbba. Endilega óskið eftir aðgang að henni ef þið viljið skrá ykkur í tíma.

Skrá sig í tímana okkar
Þjálfarar

Karlapúl: Birkir Örn, Guðmundur Helgi, Rikki og Trausti.

Unglingaþrek: Ólafur og Trausti.

Betri líðan: Guðrún Helga, Halldóra Heba og Sigga Stína.

Hybrid-Þjálfun: Daníel. Pop up tímar: Raggy og Sara.

Heitir timar/ Meðgöngu og mömmuþjálfun: Guðrún Helga

 

Hvað eru heitir tímar?

Heitir tímar er bland af styrk, liðleika og jafnvægi. Við einblínum mikið á Core ( styrkja miðjuna) með fjölbreyttum æfingum. Iðkendur velja þyngd sem hentar hverjum og einum og getur verið mismunandi þyngdir eftir æfingum.

Hvernig tíma er Árni með?

Uppsetning æfinga getur verið margs konar. Þá eru fjölbreyttar alhliða æfingar teknar á stöðvum. Með því að notast við stöðvaþjálfun geta allir í hópnum verið að vinna í sinni æfingu. Fjölbreyttar æfingar, styrkur, þol og úthald. Mismunandi hversu margar stöðvar eru í gangi, hvaða æfingar og hversu margar æfingar á hverri stöð o.s.frv.

Zumba

Hvað er zumba? Zumba er fyrir alla sem vilja skemmta sér vel, dansa við góða tónlist og sleppa fram af sér beislinu. Þú þarft ekki að kunna að dansa til að vera með

Hvað er heitt yoga ?

Hatha yoga í hituðum sal, Yogaflæði, teygjur og slökun.

Hvað er hybrid þjálfun?

Hybrid-Þjálfun er blanda af styrktar- og þolæfingum. Við byrjum á styrktaræfingum og náum svo púlsinum vel upp eftir það. Hér er ekki verið að keppa við hina iðkendurna eða klukkuna og allir framkvæma æfingarnar í takt við sitt getustig. Í Hybrid-Þjálfun geta allir náð frábærum árangri og haft gaman af um leið!

Hvernig tíma er Gummi með?

Hvernig tíma er Gummi með? Tímar sem innihalda æfingar fyrir þrek, styrk og úthald. Tímarnir eru ætlaðir öllum sem huga að hreyfingu hvort sem lengra komna eða byrjendur.

Hfit tímar

Með Birki eru Blanda af Cardio, styrk og tækni.

Meðgöngu og mömmuþjálfun

Hressandi morgunnámskeið fyrir verðandi mæður og nýbakaðar mæður. Skemmtilegar æfingar og frábær félagsskapur