Í Þreksport finna allir eitthvað við sitt hæfi. Við erum með fullbúinn tækjasal og bjóðum einnig uppá fjölbreytta hópatíma og einkaþjálfun með þjálfara. Hjá okkur starfa 10-15 manns við þjálfun, kennslu og í afgreiðslu. 2 einkaþjálfarar eru í Þreksport. Tækjasalur er með öllum búnaði til líkamsræktar og þjálfunar. Hóptímar fara fram í björtum og rúmgóðum hóptímasal. Í Þreksport er líka sólbaðsstofa með 2 ljósabekkjum. Búningsherbergi með skápum, sturtum og vatnsgufubaði. Einnig er starfrækt í húsnæðinu hársnyrtistofan Capello, sjúkraþjálfun Sigurveigar og fótaaðgerðastofan Fótspor Lovísu.

Tabata

Tabata eru fjölbreyttir tímar sem bæta þol. Þú eykur fitubrennslu og styrk. Unnið er í 20 sek lotum og hvílt í 10 sek. Fjölhæft og árangursríkt æfingakerfi.

Metabolic

Metabolic eru markvissir, skemmtilegir og árangursríkir hópaþrektímar fyrir alla sem vilja komast í frábært alhliða form í góðum félagsskap. Unnið er með teygjur, kraftbolta, ketilbjöllur, kaðla, eigin líkamsþyngd og fleira spennandi og skemmtilegt. Þátttakendur stjórna álaginu sjálfir.

Zumba Zumba

Zumba er taumlaus skemmtun þar sem dansað er við suður amerískan rytma. Frábær líkamsrækt sem styrkir og tónar líkamann og eykur þolið.

The best way to succeed is to have a specific Intent, a clear Vision, a plan of Action, and the ability to maintain Clarity. Those are the Four Pillars of Success. It never fails! Steve Maraboli